Enski boltinn

Arsene Wenger: Arshavin átti að skora þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin fiskar hér víti á móti Stoke í gær.
Andrey Arshavin fiskar hér víti á móti Stoke í gær. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá lærisveina sína enda þriggja leikja taphrinu með því að vinna 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rússinn Andrey Arshavin átti flottan leik, skoraði eitt, lagði upp annað og fiskaði víti sem Cesc Fabregas lét Thomas Sorensen verja frá sér.

„Arshavin stóð sig mjög vel. Hann var að spila fremstu og olli miðvörðunum miklum vandræðum þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu," sagði Wenger.

„Hann hreyfði sig vel og hafði góða stjórn á sínum leik. Markið hans var vel afgreitt en hann hefði átt að skora þrennu. Þetta var samt mjög góður leikur hjá honum," bætti Wenger við.

„Þetta hefði átt að vera auðveldari sigur en Stoke gafst aldrei upp. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir í þeim seinni. Það var samt mjög gott að halda einbeitingu og gefa engin færi á okkur," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×