Fótbolti

HM-lið Dana mun æfa í Ölpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vildu margir tala við Morten Olsen, þjálfara danska landsliðsins.
Það vildu margir tala við Morten Olsen, þjálfara danska landsliðsins. Mynd/AFP

Danska landsliðið í fótbolta sem í gær dróst í riðil með Hollandi, Kamerún og Japan mun æfa í Ölpunum til þess að undirbúa sig fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar. Ástæðan er að fyrsti leikurinn á móti Hollandi verður spilaður í Jóhannesarborg sem stendur í 1750 metra hæð.

„Við munum eyða undirbúningi liðsins á mismundandi stöðum. Við byrjum að æfa í Danmörku og svo förum við til suður Evrópu þar sem við munum æfa í Ölpunum til að venjast því að spila í mikilli hæð. Við mætum síðan til Suður-Afríku fimm til sex dögum áður en heimsmeistarakeppnin hefst," sagði Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins.

Morten Olsen er vakandi fyrir því að undirbúa danska liðið að spila í mikilli hæð en hann þekkir slíkt vel frá því að hann spilaði með danska landsliðinu á HM í Mexíkó árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×