Enski boltinn

Samningaviðræður Ívars ganga hægt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson fagnar marki í leik með Reading.
Ívar Ingimarsson fagnar marki í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag að Ívar Ingimarsson þurfa að taka á sig talsverða launalækkun ætli hann sér að vera áfram í herbúðum Reading.

Samningur Ívars við Reading rennur út í lok leiktíðar. Honum var boðinn nýr samningur í síðasta mánuði og hafnaði Ívar honum.

Fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag að Reading hafi þurft að selja marga sterka leikmenn í sumar og skera niður launakostnað leikmanna til að greiða niður skuldir.

John Hammond, yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, segir að viðræður við Ívar eru enn í gangi.

„Ég ræddi við Ívar fyrir nokkrum vikum og þær viðræður eru enn í gangi. Það er afar sjaldgæft að komast að samkomulagi um leið og viðræður hefjast," sagði Hammond.

„En ég er sannfærður að ef að Ívar vill vera áfram þá verður fundin lausn á því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×