Enski boltinn

Meiðslalisti Arsenal lengist enn - Rosicky meiddur á nára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomas Rosicky.
Tomas Rosicky. Mynd/AFP

Tomas Rosicky meiddist á nára í sigri Arsenal á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær og verður væntanlega frá í einhvern tíma. Hann er enn einn leikmaðurinn sem Arsene Wenger horfir á eftir á meiðslalistann hjá Lundúnafélaginu.

Hinn 29 ára gamli Rosicky er nýbúinn að ganga í gegnum löng meiðsli en hann var búinn að vera frá í 20 mánuði þegar hann snéri aftur í september. Rosicky meiddist í fyrri hálfleik á móti Stoke og var skipt útaf í hálfleik.

Emmanuel Eboue og varnarmennirnir Armand Traore og William Gallas meiddust líka í leiknum og Eduardo da Silva gat ekki tekið þátt í leiknum. Þessir fjórir eru þó að glíma við smámeiðsli og eru því ekki formlega komnir inn á meiðslalistann sem er nógu langur fyrir.

Þeir Robin van Persie (ökkli), Nicklas Bendtner (nári), Gael Clichy (bak), Theo Walcott (aftan í læri), Abou Diaby (kálfi), Kieran Gibbs (ökkli) og Johan Djourou (hné) verða hinsvegar allir á meiðslalistanum næstu misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×