Fótbolti

Jimmy Bullard maður mánaðarins á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jimmy Bullard
Jimmy Bullard Nordicphotos/GettyImages
Carlo Ancelotti var valinn stjóri mánaðarins í nóvember í enska boltanum. Undir hans stjórn vann Chelsea alla leiki sína og fékk ekki á sig mark en skoraði átta.

Liðið er sem stendur fimm stigum á undan Manchester United á toppi deildarinnar.

Háðfuglinn Jimmy Bullard fékk svo verðlaun fyrir að vera leikmaður mánaðarins en hann hefur hleypt lífi í Hull. Liðið hefur ekki tapað í fjórum síðustu leikjum.

Hann skoraði mörk og lagði upp fyrir liðið og sýndi svo stórbrotna takta þegar hann fagnaði einu marki sínu. Hann lék þá eftir fræga ræðu stjórans Phil Brown sem var svo óánægður með liðið í hálfleik á síðasta tímabili gegn Wigan að hann hélt liðinu inni á vellinum og lét þá setjast niður í hring.

Brown stóð svo í miðjunni og hraunaði yfir leikmenn. Bullard lék það eftir á sama velli nú.

Myndband af atvikinu má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×