Fleiri fréttir De Rossi fær 4 leikja bann á HM Aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins dæmdi í morgun Ítalann Daniele De Rossi í fjögurra leikja keppnisbann fyrir að slá Bandaríkjamanninn Brian McBride í leik Ítalíu og Bandaríkjanna á HM á dögunum. 23.6.2006 12:32 HM leikir dagsins Riðlakeppninni á HM í Þýskalandi líkur í dag. Þetta eru leikir í G og H riðli, Úkraína og Túnis mætast kl. 14:00 sem og Sádí Arabía og Spánn. Frakkland mætir Tógó kl. 19:00 og á sama tíma leika Sviss og Suður Kórea. Mikið mæðir á Frökkum sem þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að komast í 16 liða úrslit. 23.6.2006 10:19 Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. 22.6.2006 17:49 Cisse er enn á óskalista Marseille Djibril Cisse leikmaður Liverpool og franska landsliðsins er enn á óskalista Pape Diouf forseta Marseille og er leikmaðurinn enn vongóður og ákveðinn í að ganga til liðs við franska félagið. 22.6.2006 14:35 Ronaldo ætlar að sýna sitt rétta andlit gegn Japan Ronaldo sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Króötum og Áströlum ætlar að sína sitt rétta andlit gegn Japan í kvöld og stefnir á að kafsigla þá. 22.6.2006 14:26 Króatar þurfa sigur gegn Áströlum Ástralía mætir Króötum í kvöld í leik sem ætti að skera úr um hvort liðið fylgir Brasilíumönnum upp úr F-riðli í 16 liða úrslitin. Japanar eiga líka fræðilegan möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en til að svo verði þurfa þeir að sigra Brassana stórt. 22.6.2006 14:15 Tékkar verða að vinna Ítali Spennandi lokaumferð er framundan í E-riðli og mæta Tékkar þar Ítölum um leið og Gana mætir Bandaríkjamönnum. Tékkar þurfa helst sigur gegn Ítölum til að tryggja sig áfram í 16 lið úrslitin þó gæti þeim nægt jafntefli ef Gana gerir jafntefli við Bandaríkin. Ítölum nægir hins vegar eitt stig úr viðureigninni við Tékka til að tryggja sig í 16 liða úrslitin. 22.6.2006 13:52 Gana og USA ætla sér bæði í 16 lið úrslit Gana og Bandaríkin sem mætast í dag í öðrum af tveimur lokaleikjum hins spennuþrungna E-riðils eiga bæði möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit ef allt gengur eftir. 22.6.2006 13:30 Owen er í rusli Micheal Owen er ótrúlega svekktur yfir því að hafa slasast í leiknum á móti Svíum. Honum finnst að hann hafi brugðist áhangendum Newcastle United. 22.6.2006 11:41 HM leikir dagsins Í dag klárast E og F riðill á HM í Þýskalandi. Klukkan 14:00 mætast Tékkar og Ítalir og Bandaríkin og Gana. Þessi lið leika í E-riðli þar sem ríkir mikil spenna, því öll liðin eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit. Klukkan 19:00 verða leikir Brasilíu og Japan og Ástralíu og Króatíu. 22.6.2006 10:01 Michel hættur með Fílabeinsströndina Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er hættur með liðið og staðfesti hann það við fjölmiðla eftir síðasta leik þeirra á HM gegn Serbíu. Við vorum áður búnir að segja frá því að hann mundi hætta og nú hefur það fengist staðfest. Þessi 58 ára gamli frakki er á leiðinni til Katar þar sem hann mun taka við ónafngreindu liði. 22.6.2006 09:53 Perrotta orðinn leikfær Simone Perrotta, leikmaður Ítalska landsliðsins er orðinn leikfær en hann meiddist á læri í 1-1 jafnteflinu við Bandaríkjamenn. Marcello Lippi, þjálfari var búinn að afskrifa leikmanninn fyrir leikinn gegn Tékkum en Perrotta hefur æft með liðinu á þriðjudag og miðvikudag og farið í gengum æfingarnar án nokkurra vandræða. 22.6.2006 09:45 Silvestre byrjar inn á gegn Tógó Mikael Silvestre, leikmaður franska landsliðsins og Manchester United segir að hann muni byrja inná gegn Tógo á föstudaginn. Leikmaðurinn hefur setið á bekknum þá tvo leiki sem frakkar hafa spilað til þessa. 22.6.2006 09:42 Þýska þjóðin sameinuð með sínu liði Þýska þjóðin er sameinuð og stendur bakvið sitt lið á HM. Fram kemur í Þýskum fjölmiðlum að viðsnúningur hafi orðið en fyrir mót var almenningur á því að Þýska liðið væri ekki gott og mundi ekki gera stóra hluti á HM. 22.6.2006 09:31 Lehmann ánægður að sleppa við England Jens Lehmann, markvörður Þjóðverja er ánægður með að þurfa ekki að mæta Englendingum í 16-liða úrslitum HM. Þjóðverjar mæta Svíum. 22.6.2006 09:27 Inter á eftir Fiore Inter hefur mikinn áhuga á að fá til sín Stefano Fiore, leikmann Valencia. Leikmaðurinn sem verið hefur fastamaður í landsliði Ítala, missti sæti sitt fyrir HM. Fiorentina var sagt vera að landa honum en hætti við og eru forráðmenn Inter farnir til Spánar að ræða við Valencia. 22.6.2006 09:24 Wanchope vill spila aftur í Evrópu Paulo Wanchope, leikmaður Kosta Ríka segir að hann hafi áhuga að spila á ný í Evrópu. Þessi 29 ára gamli leikmaður segist vera hættur að leika með landsliði sínu eftir að það datt út á HM. Hann var leikmaður með Derby, Manchester City og West Ham á Englandi. 22.6.2006 09:19 Við höfum en verk að vinna Steven Gerrard, leikmaður enska landsliðsins segir að liðið eigi enn verk að vinna ef það ætlar sér lengra á HM. England sigraði sinn riðil og mætir Ekvador á sunnudaginn í 16-liða úrslitum. 22.6.2006 09:11 Neville og Ferdinand verða klárir Góðar fréttir fyrir enska liðið en þeir Manchester United félagar, Gary Neville og Rio Ferdinand verða báðir klárir fyrir 16-liða úrslitin. Þar mætir England liði Ekvador. 22.6.2006 09:05 2.42 mörk skoruð að meðaltali í leik Það hafa verið skoruð 92 mörk í þeim 38 leikjum sem eru búnir til þessa á HM. Það gerir að 2.42 mörk eru skoruð að meðaltali í leik. 21.6.2006 17:27 Flugfreyjurnar í fótboltanum Þótt það sé ekki mikið í húfi á þessum leik Argentínumanna og Hollendinga Þá er stoltið undir, líkt og ég sá í andlitum mexíkósku áhorfendanna sem töpuðu fyrir Portúgal rétt í þessu. 21.6.2006 17:00 „Holland eitt af sterkustu liðunum“ Þjálfari Argentínumanna Jose Pekerman telur að landslið Hollands sem að mætir Argentínu í kvöld sé í hópi bestu liðanna á HM. 21.6.2006 12:32 De la Cruz ætlar að koma Englandi á óvart Ulises de la Cruz leikmaður Aston Villa segir að Ekvador muni koma sterkir til baka eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær og slá Englendinga út í 16 lið úrslitum. 21.6.2006 12:21 Owen frá í 5 mánuði Allt útlit er fyrir að Michael Owen hafi slitið Krossbönd í leiknum gegn Svíum í gær og verði frá í að minnsta kosti 5 mánuði. 21.6.2006 12:19 Hættir Lippi eftir HM? Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu eru sagður ætla að hætta með liðið eftir HM. Ítalska blaðið Corriere dello Sport fullyrðir þetta. Blaðið segir ennfremur að Lippi, sem tók við liðinu árið 2004, hafi náð góðum árangri með það en Ítalir hafa ekki tapað í síðustu 20 leikjum. 21.6.2006 11:53 HM Leikir dagsins Í dag eru fjórir leikir á dagskrá HM eins og í gær. Þetta eru síðustu leikirnir í C og D riðli. Veislan hefst kl. 14:00 með leikjum Portúgal og Mexikó og Angóla og Íran. Leikirnir í C-riðli fara fram kl. 19:00. Argentína og Holland mætast í Frankfurt og Serbía og Svartfjallaland mætir Fílabeinsströndinni í Munchen. 21.6.2006 09:59 Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. 20.6.2006 16:18 Gilberto segir Brasilíu vera að komast í gang Miðjumaður Arsenal og brasilíska landsliðsins, Gilberto Silva, hefur lítið fengið að spreyta sig í HM keppninni í þeim leikjum sem Brassar hafa leikið. 20.6.2006 15:49 Við höfum efni á Nistelrooy Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy. 20.6.2006 14:22 Barthez sannfærður um góðan árangur Fabian Barthez, markvörður franska landsliðsins er sannfærður um að franska liðinu eigi eftir að vegna vel á HM. Liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr tveimur leikjum og verða þeir að vinna síðasta leikinn sem er geng Tógo til að komast áfram. 20.6.2006 12:22 Kewell verður með Harry Kewell, leikmaður Ástralíu fer ekki í leikbann og verður með liði sínu er það mætir Króötum á sunnudaginn. Útlit var fyrir að leikmaðurinn færi í bann þar sem hann sendi dómara leiksins í 2-0 tapi gegn Brasilíu tóninn. Skýrsla dómarans þótti óskýr og ákvað FIFA að aðhæfast ekkert í málinu. 20.6.2006 12:10 Til hamingju með afmælið Frank Lampard Frank Lampard heldur upp á 28 ára afmæli sitt í dag og vonast til þess að skora gegn Svíum í tilefni dagsins. 20.6.2006 11:32 Rooney mun hræða andstæðingana Sven Göran Erikson segir að með því að stilla Wayne Rooney upp í byrjunarliðið í næstu leikjum Englands á HM muni vekja ótta í hjörtum andstæðinganna. 20.6.2006 10:35 Michel ekki ánægður með framgöngu Drogba Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er mjög ósáttur við frammistöðu Didier Drogba á heimsmeistaramótinu. Fílabeinströndin sem margir höfðu fyrirfram spáð góðu gengi er dottið út og segir Michel að Drogba hafi ekki verið nógu vel undir þetta mót búinn. 20.6.2006 09:23 Basten tekur enga áhættu Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollands ætlar að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins í leiknum gegn Argentínu á miðvikudaginn. 20.6.2006 09:11 HM kirkjan í Köln Kaflaskil, næst í HM messunni þriðja umferð í riðlunum, næstu fjórir dagar ákvarða sextán liða úrslitin. Ég verð alltaf svolítið sorgmæddur þegar hér er komið í keppninni, nú eru það sigurvegararnir sem halda áfram, hinir fara heim. 19.6.2006 23:16 Spánn lagði Túnis Spánverjar sigruðu Túins 3-1 í hörkuspennandi leik liðanna á HM í Þýskalandi. Það var Joahar Mnari sem skoraði mark fyrir Túnis á 8. mínútu fyrri hálfleiks. Á 70. mínútu jafnaði varamaðurinn Raúl metin fyrir spánverja og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Fernando Torres mark og kom spánverjum yfir 2-1. 19.6.2006 22:01 Henry telur Frakka geta spjarað sig án Zidane Thierry Henry leikmaður Arsenal og franska landsliðsins telur að Frakkar muni vinna þrátt fyrir að Zinidine Zidane verði í leikbanni í seinasta leik þeirra á móti Tógó á föstudag. 19.6.2006 17:15 Neville enn meiddur Gary Neville er enn meiddur og verður því ekki í byrjunarliðinu gegn Svíum á morgun. Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á mótinu og verða þar í staðinn fyrir Peter Crouch og Steven Gerrard sem eru báðir einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. 19.6.2006 17:11 2-0 fyrir Úkraínu í hálfleik gegn Sádí-Arabíu staðan í hálfleik í leik Úkraínumanna og Sádí-Araba er 2-0 fyrir Úkraínu. Það var Andriy Rusol sem skoraði á 4. mínútu og Serhiy Rebrov bætti öðru við á 36. mínútu. Úkraínumenn eru búnir að vera miklu mun betri í leiknum. 19.6.2006 16:40 Leikur Sádí-Arabíu og Úkraínu að hefjast Sádarnir hafa fengið fyrirliða sinn og markaskorara Sami Al Jaber góðan af meiðslum sínum og reikna má með að hann byrji inn á. Þeir geta því teflt fram sínu sterkasta liði á móti Úkraínu. 19.6.2006 15:15 Svisslendingar í góðum málum Svisslendingar voru rétt í þessu að leggja Tógómenn að velli 2-0 á HM í Þýskalandi. Það var Alexander Frei sem skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Tranquillo Barnetta bætti seinna markinu við á 89. mínútu. Svisslendingar léku vel skipulagða knattspyrnu og sprækir Tógómenn fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn þeirra. 19.6.2006 14:54 1-0 fyrir Sviss í hálfleik gegn Tógó Staðan í hálfleik í leik Svisslendinga og Tógómanna er 1-0 fyrir Sviss. Það var Alexander Frei sem skoraði markið á 17. mínútu eftir góða fyrirgjöf. Leikurinn er fjörugur og Emmanuel Adebayor er mjög sprækur í framlínu Tógó. 19.6.2006 13:44 Toure vill fá fleiri landa sína í ensku deildina Kolo Toure, leikmaður Arsenal og Fílabeinstrandarinnar trúir því að fleiri landar hans eigi eftir að koma og leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. 19.6.2006 10:50 Englendingar eru eigingjarnir Uli Höeness, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen segir að Englendingar séu eigingjarnir og skilur ekki af hverju þeir nota ekki Owen Hargreaves meira en þeir hafa gert. Hann hafði þetta að segja um enska liðið. 19.6.2006 10:43 Sjá næstu 50 fréttir
De Rossi fær 4 leikja bann á HM Aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins dæmdi í morgun Ítalann Daniele De Rossi í fjögurra leikja keppnisbann fyrir að slá Bandaríkjamanninn Brian McBride í leik Ítalíu og Bandaríkjanna á HM á dögunum. 23.6.2006 12:32
HM leikir dagsins Riðlakeppninni á HM í Þýskalandi líkur í dag. Þetta eru leikir í G og H riðli, Úkraína og Túnis mætast kl. 14:00 sem og Sádí Arabía og Spánn. Frakkland mætir Tógó kl. 19:00 og á sama tíma leika Sviss og Suður Kórea. Mikið mæðir á Frökkum sem þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að komast í 16 liða úrslit. 23.6.2006 10:19
Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. 22.6.2006 17:49
Cisse er enn á óskalista Marseille Djibril Cisse leikmaður Liverpool og franska landsliðsins er enn á óskalista Pape Diouf forseta Marseille og er leikmaðurinn enn vongóður og ákveðinn í að ganga til liðs við franska félagið. 22.6.2006 14:35
Ronaldo ætlar að sýna sitt rétta andlit gegn Japan Ronaldo sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Króötum og Áströlum ætlar að sína sitt rétta andlit gegn Japan í kvöld og stefnir á að kafsigla þá. 22.6.2006 14:26
Króatar þurfa sigur gegn Áströlum Ástralía mætir Króötum í kvöld í leik sem ætti að skera úr um hvort liðið fylgir Brasilíumönnum upp úr F-riðli í 16 liða úrslitin. Japanar eiga líka fræðilegan möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en til að svo verði þurfa þeir að sigra Brassana stórt. 22.6.2006 14:15
Tékkar verða að vinna Ítali Spennandi lokaumferð er framundan í E-riðli og mæta Tékkar þar Ítölum um leið og Gana mætir Bandaríkjamönnum. Tékkar þurfa helst sigur gegn Ítölum til að tryggja sig áfram í 16 lið úrslitin þó gæti þeim nægt jafntefli ef Gana gerir jafntefli við Bandaríkin. Ítölum nægir hins vegar eitt stig úr viðureigninni við Tékka til að tryggja sig í 16 liða úrslitin. 22.6.2006 13:52
Gana og USA ætla sér bæði í 16 lið úrslit Gana og Bandaríkin sem mætast í dag í öðrum af tveimur lokaleikjum hins spennuþrungna E-riðils eiga bæði möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit ef allt gengur eftir. 22.6.2006 13:30
Owen er í rusli Micheal Owen er ótrúlega svekktur yfir því að hafa slasast í leiknum á móti Svíum. Honum finnst að hann hafi brugðist áhangendum Newcastle United. 22.6.2006 11:41
HM leikir dagsins Í dag klárast E og F riðill á HM í Þýskalandi. Klukkan 14:00 mætast Tékkar og Ítalir og Bandaríkin og Gana. Þessi lið leika í E-riðli þar sem ríkir mikil spenna, því öll liðin eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit. Klukkan 19:00 verða leikir Brasilíu og Japan og Ástralíu og Króatíu. 22.6.2006 10:01
Michel hættur með Fílabeinsströndina Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er hættur með liðið og staðfesti hann það við fjölmiðla eftir síðasta leik þeirra á HM gegn Serbíu. Við vorum áður búnir að segja frá því að hann mundi hætta og nú hefur það fengist staðfest. Þessi 58 ára gamli frakki er á leiðinni til Katar þar sem hann mun taka við ónafngreindu liði. 22.6.2006 09:53
Perrotta orðinn leikfær Simone Perrotta, leikmaður Ítalska landsliðsins er orðinn leikfær en hann meiddist á læri í 1-1 jafnteflinu við Bandaríkjamenn. Marcello Lippi, þjálfari var búinn að afskrifa leikmanninn fyrir leikinn gegn Tékkum en Perrotta hefur æft með liðinu á þriðjudag og miðvikudag og farið í gengum æfingarnar án nokkurra vandræða. 22.6.2006 09:45
Silvestre byrjar inn á gegn Tógó Mikael Silvestre, leikmaður franska landsliðsins og Manchester United segir að hann muni byrja inná gegn Tógo á föstudaginn. Leikmaðurinn hefur setið á bekknum þá tvo leiki sem frakkar hafa spilað til þessa. 22.6.2006 09:42
Þýska þjóðin sameinuð með sínu liði Þýska þjóðin er sameinuð og stendur bakvið sitt lið á HM. Fram kemur í Þýskum fjölmiðlum að viðsnúningur hafi orðið en fyrir mót var almenningur á því að Þýska liðið væri ekki gott og mundi ekki gera stóra hluti á HM. 22.6.2006 09:31
Lehmann ánægður að sleppa við England Jens Lehmann, markvörður Þjóðverja er ánægður með að þurfa ekki að mæta Englendingum í 16-liða úrslitum HM. Þjóðverjar mæta Svíum. 22.6.2006 09:27
Inter á eftir Fiore Inter hefur mikinn áhuga á að fá til sín Stefano Fiore, leikmann Valencia. Leikmaðurinn sem verið hefur fastamaður í landsliði Ítala, missti sæti sitt fyrir HM. Fiorentina var sagt vera að landa honum en hætti við og eru forráðmenn Inter farnir til Spánar að ræða við Valencia. 22.6.2006 09:24
Wanchope vill spila aftur í Evrópu Paulo Wanchope, leikmaður Kosta Ríka segir að hann hafi áhuga að spila á ný í Evrópu. Þessi 29 ára gamli leikmaður segist vera hættur að leika með landsliði sínu eftir að það datt út á HM. Hann var leikmaður með Derby, Manchester City og West Ham á Englandi. 22.6.2006 09:19
Við höfum en verk að vinna Steven Gerrard, leikmaður enska landsliðsins segir að liðið eigi enn verk að vinna ef það ætlar sér lengra á HM. England sigraði sinn riðil og mætir Ekvador á sunnudaginn í 16-liða úrslitum. 22.6.2006 09:11
Neville og Ferdinand verða klárir Góðar fréttir fyrir enska liðið en þeir Manchester United félagar, Gary Neville og Rio Ferdinand verða báðir klárir fyrir 16-liða úrslitin. Þar mætir England liði Ekvador. 22.6.2006 09:05
2.42 mörk skoruð að meðaltali í leik Það hafa verið skoruð 92 mörk í þeim 38 leikjum sem eru búnir til þessa á HM. Það gerir að 2.42 mörk eru skoruð að meðaltali í leik. 21.6.2006 17:27
Flugfreyjurnar í fótboltanum Þótt það sé ekki mikið í húfi á þessum leik Argentínumanna og Hollendinga Þá er stoltið undir, líkt og ég sá í andlitum mexíkósku áhorfendanna sem töpuðu fyrir Portúgal rétt í þessu. 21.6.2006 17:00
„Holland eitt af sterkustu liðunum“ Þjálfari Argentínumanna Jose Pekerman telur að landslið Hollands sem að mætir Argentínu í kvöld sé í hópi bestu liðanna á HM. 21.6.2006 12:32
De la Cruz ætlar að koma Englandi á óvart Ulises de la Cruz leikmaður Aston Villa segir að Ekvador muni koma sterkir til baka eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær og slá Englendinga út í 16 lið úrslitum. 21.6.2006 12:21
Owen frá í 5 mánuði Allt útlit er fyrir að Michael Owen hafi slitið Krossbönd í leiknum gegn Svíum í gær og verði frá í að minnsta kosti 5 mánuði. 21.6.2006 12:19
Hættir Lippi eftir HM? Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu eru sagður ætla að hætta með liðið eftir HM. Ítalska blaðið Corriere dello Sport fullyrðir þetta. Blaðið segir ennfremur að Lippi, sem tók við liðinu árið 2004, hafi náð góðum árangri með það en Ítalir hafa ekki tapað í síðustu 20 leikjum. 21.6.2006 11:53
HM Leikir dagsins Í dag eru fjórir leikir á dagskrá HM eins og í gær. Þetta eru síðustu leikirnir í C og D riðli. Veislan hefst kl. 14:00 með leikjum Portúgal og Mexikó og Angóla og Íran. Leikirnir í C-riðli fara fram kl. 19:00. Argentína og Holland mætast í Frankfurt og Serbía og Svartfjallaland mætir Fílabeinsströndinni í Munchen. 21.6.2006 09:59
Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. 20.6.2006 16:18
Gilberto segir Brasilíu vera að komast í gang Miðjumaður Arsenal og brasilíska landsliðsins, Gilberto Silva, hefur lítið fengið að spreyta sig í HM keppninni í þeim leikjum sem Brassar hafa leikið. 20.6.2006 15:49
Við höfum efni á Nistelrooy Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy. 20.6.2006 14:22
Barthez sannfærður um góðan árangur Fabian Barthez, markvörður franska landsliðsins er sannfærður um að franska liðinu eigi eftir að vegna vel á HM. Liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr tveimur leikjum og verða þeir að vinna síðasta leikinn sem er geng Tógo til að komast áfram. 20.6.2006 12:22
Kewell verður með Harry Kewell, leikmaður Ástralíu fer ekki í leikbann og verður með liði sínu er það mætir Króötum á sunnudaginn. Útlit var fyrir að leikmaðurinn færi í bann þar sem hann sendi dómara leiksins í 2-0 tapi gegn Brasilíu tóninn. Skýrsla dómarans þótti óskýr og ákvað FIFA að aðhæfast ekkert í málinu. 20.6.2006 12:10
Til hamingju með afmælið Frank Lampard Frank Lampard heldur upp á 28 ára afmæli sitt í dag og vonast til þess að skora gegn Svíum í tilefni dagsins. 20.6.2006 11:32
Rooney mun hræða andstæðingana Sven Göran Erikson segir að með því að stilla Wayne Rooney upp í byrjunarliðið í næstu leikjum Englands á HM muni vekja ótta í hjörtum andstæðinganna. 20.6.2006 10:35
Michel ekki ánægður með framgöngu Drogba Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er mjög ósáttur við frammistöðu Didier Drogba á heimsmeistaramótinu. Fílabeinströndin sem margir höfðu fyrirfram spáð góðu gengi er dottið út og segir Michel að Drogba hafi ekki verið nógu vel undir þetta mót búinn. 20.6.2006 09:23
Basten tekur enga áhættu Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollands ætlar að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins í leiknum gegn Argentínu á miðvikudaginn. 20.6.2006 09:11
HM kirkjan í Köln Kaflaskil, næst í HM messunni þriðja umferð í riðlunum, næstu fjórir dagar ákvarða sextán liða úrslitin. Ég verð alltaf svolítið sorgmæddur þegar hér er komið í keppninni, nú eru það sigurvegararnir sem halda áfram, hinir fara heim. 19.6.2006 23:16
Spánn lagði Túnis Spánverjar sigruðu Túins 3-1 í hörkuspennandi leik liðanna á HM í Þýskalandi. Það var Joahar Mnari sem skoraði mark fyrir Túnis á 8. mínútu fyrri hálfleiks. Á 70. mínútu jafnaði varamaðurinn Raúl metin fyrir spánverja og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Fernando Torres mark og kom spánverjum yfir 2-1. 19.6.2006 22:01
Henry telur Frakka geta spjarað sig án Zidane Thierry Henry leikmaður Arsenal og franska landsliðsins telur að Frakkar muni vinna þrátt fyrir að Zinidine Zidane verði í leikbanni í seinasta leik þeirra á móti Tógó á föstudag. 19.6.2006 17:15
Neville enn meiddur Gary Neville er enn meiddur og verður því ekki í byrjunarliðinu gegn Svíum á morgun. Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á mótinu og verða þar í staðinn fyrir Peter Crouch og Steven Gerrard sem eru báðir einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. 19.6.2006 17:11
2-0 fyrir Úkraínu í hálfleik gegn Sádí-Arabíu staðan í hálfleik í leik Úkraínumanna og Sádí-Araba er 2-0 fyrir Úkraínu. Það var Andriy Rusol sem skoraði á 4. mínútu og Serhiy Rebrov bætti öðru við á 36. mínútu. Úkraínumenn eru búnir að vera miklu mun betri í leiknum. 19.6.2006 16:40
Leikur Sádí-Arabíu og Úkraínu að hefjast Sádarnir hafa fengið fyrirliða sinn og markaskorara Sami Al Jaber góðan af meiðslum sínum og reikna má með að hann byrji inn á. Þeir geta því teflt fram sínu sterkasta liði á móti Úkraínu. 19.6.2006 15:15
Svisslendingar í góðum málum Svisslendingar voru rétt í þessu að leggja Tógómenn að velli 2-0 á HM í Þýskalandi. Það var Alexander Frei sem skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Tranquillo Barnetta bætti seinna markinu við á 89. mínútu. Svisslendingar léku vel skipulagða knattspyrnu og sprækir Tógómenn fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn þeirra. 19.6.2006 14:54
1-0 fyrir Sviss í hálfleik gegn Tógó Staðan í hálfleik í leik Svisslendinga og Tógómanna er 1-0 fyrir Sviss. Það var Alexander Frei sem skoraði markið á 17. mínútu eftir góða fyrirgjöf. Leikurinn er fjörugur og Emmanuel Adebayor er mjög sprækur í framlínu Tógó. 19.6.2006 13:44
Toure vill fá fleiri landa sína í ensku deildina Kolo Toure, leikmaður Arsenal og Fílabeinstrandarinnar trúir því að fleiri landar hans eigi eftir að koma og leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. 19.6.2006 10:50
Englendingar eru eigingjarnir Uli Höeness, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen segir að Englendingar séu eigingjarnir og skilur ekki af hverju þeir nota ekki Owen Hargreaves meira en þeir hafa gert. Hann hafði þetta að segja um enska liðið. 19.6.2006 10:43