Fótbolti

HM Leikir dagsins

Kátir Argentínumenn
Kátir Argentínumenn MYND/AFP

Í dag eru fjórir leikir á dagskrá HM eins og í gær. Þetta eru síðustu leikirnir í C og D riðli. Veislan hefst kl. 14:00 með leikjum Portúgal og Mexikó og Angóla og Íran. Leikirnir í C-riðli fara fram kl. 19:00. Argentína og Holland mætast í Frankfurt og Serbía og Svartfjallaland mætir Fílabeinsströndinni í Munchen.

Portúgal er komið áfram í 16 liða úrslit en Mexíkó og Angóla berjast um að fylgja þeim. Íranar halda heim eftir sinn leik.

Í C-riðli eru úrslitin ráðin að því leyti að Argentínumenn og Hollendingar eru komnir í 16 liða úrslit, aðeins er spurning um hvort liðið sigrar riðilinn. Það ræðst í leik þjóðanna í kvöld.

Seinni leikurinn er á milli Serba og Svartfellinga og Fílabeinsstrendinga. Bæði lið hafa ekkert stig hlotið og halda heim eftir leikinn. Sæmdin er enn í húfi fyrir þessar þjóðir og Fílabeinsströndin gæti unnið sinn fyrsta HM leik.

Allir leikirnir eru í beinni á Sýn og Sýn extra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×