Fótbolti

Barthez sannfærður um góðan árangur

MYND/AP

Fabian Barthez, markvörður franska landsliðsins er sannfærður um að franska liðinu eigi eftir að vegna vel á HM. Liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr tveimur leikjum og verða þeir að vinna síðasta leikinn sem er geng Tógo til að komast áfram.

„Við erum með lið sem getur unnið HM, en þetta er í okkar höndum. Það sem við verðum að gera að spila þetta af skynsemi og alls ekki vera hræddir. Við verðum að hafa hausinn í lagi og ekki vera hræddir þegar inn á völlinn er komið. Ef við förum með hálfum huga í þetta, þá fer þetta á versta veg. Auðvita erum við ekki sáttir með að hafa gert tvö jafntefli en við getum gert betur og gott betur en það," sagði Barthez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×