Fótbolti

Basten tekur enga áhættu

Basten og Van der Vaart á blaðamannafundi
Basten og Van der Vaart á blaðamannafundi MYND/AFP

Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollands ætlar að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins í leiknum gegn Argentínu á miðvikudaginn.

Hollendingar eru komnir upp úr riðlinum ásamt Argentínumönnum og því skipta úrslitin ekki öllu máli. ,,Við munum ekki taka neina áhættu og hvíla þá leikmenn sem að eru með spjald og einnig þá sem að eru þreyttir. Úrslitin í leiknum skipta ekki öllu máli og því munu aðrir leikmenn fá að spreyta sig sem að hafa spilað minna í mótinu." sagði Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×