Fótbolti

Perrotta orðinn leikfær

Simone Perrotta meiddist á æfingu með ítalska landsliðinu í lok maí.
Simone Perrotta meiddist á æfingu með ítalska landsliðinu í lok maí.

Simone Perrotta, leikmaður Ítalska landsliðsins er orðinn leikfær en hann meiddist á læri í 1-1 jafnteflinu við Bandaríkjamenn. Marcello Lippi, þjálfari var búinn að afskrifa leikmanninn fyrir leikinn gegn Tékkum en Perrotta hefur æft með liðinu á þriðjudag og miðvikudag og farið í gengum æfingarnar án nokkurra vandræða.

 

Þetta eru góðar fréttir fyrir Lippi og hans menn en Daniele De Rosso verður ekki með þar sem hann er í banni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×