Fótbolti

Spánn lagði Túnis

Fernando Torres og Hatem Trabelsi berjast um boltann í leik Spánar og Túnis.
Fernando Torres og Hatem Trabelsi berjast um boltann í leik Spánar og Túnis. MYND/AP

Spánverjar sigruðu Túins 3-1 í hörkuspennandi leik liðanna á HM í Þýskalandi. Það var Joahar Mnari sem skoraði mark fyrir Túnis á 8. mínútu fyrri hálfleiks. Á 70. mínútu jafnaði varamaðurinn Raúl metin fyrir spánverja og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Fernando Torres mark og kom spánverjum yfir 2-1. Svo á 90. mínútu var Fernando Torres aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark í leiknum úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á honum í vítateignum.

Spánverjar eru því komnir með sex stig eftir tvo leiki og komnir áfram í sextán liða úrslit. Ef að Túnis ætlar sér að komast áfram verða þeir að sigra Úkraínu í leik liðanna sem fram fer 23. júní í Berlín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×