Fótbolti

De Rossi fær 4 leikja bann á HM

De Rossi fær rauða spjaldið
De Rossi fær rauða spjaldið MYND/AP

Aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins dæmdi í morgun Ítalann Daniele De Rossi í fjögurra leikja keppnisbann fyrir að slá Bandaríkjamanninn Brian McBride í leik Ítalíu og Bandaríkjanna á HM á dögunum.

Rossi er þegar búinn að taka út eins leiks bann en á 3 eftir og getur því ekki leikið að nýju á HM nema Ítalir keppi til úrslita eða um bronsverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×