Fótbolti

Gana og USA ætla sér bæði í 16 lið úrslit

Gana og Bandaríkin sem mætast í dag í öðrum af tveimur lokaleikjum hins spennuþrungna E-riðils eiga bæði möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit ef allt gengur eftir.

Bæði lið munu án efa leggja allt í sölurnar og spila til sigurs þótt Gana gæti nægt jafntefli ef Ítalir sigra Tékka í hinum lokaleiknum.

Ekki er þó vænlegt að treysta á önnur úrslit og verður því vafalaust barist fram á lokamínúturnar í leikjum dagsins.

Sigri Bandaríkjamenn hins vegar þá verða þeir einnig að treysta á hagstæð úrslit í leik Ítala og Tékka. Markamunur gæti einnig ráðið úrslitum fyrir Bandaríkjamenn.

Tveir leikmenn eru í banni hjá Gana í dag og eru það framherjinn Asamoah Gyan og miðjumaðurinn Sulley Ali Muntari. Razak Pimpong og annað hvort Derek Boateng eða Eric Addo koma væntanlega inn í liðið í þeirra stað. Hjá könunum eru Eddie Pope og Pablo Mastroeni í banni eftir rauðu spjöldin gegn Ítölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×