Fótbolti

Owen frá í 5 mánuði

Sjúkraþjálfari Englendinga lítur á hnéð á Owen
Sjúkraþjálfari Englendinga lítur á hnéð á Owen MYND/Reuters

Allt útlit er fyrir að Michael Owen hafi slitið Krossbönd í leiknum gegn Svíum í gær og verði frá í að minnsta kosti 5 mánuði.

Heimsmeistaramótinu er lokið fyrir Michael Owen eftir að hann meiddist eftir aðeins 2 mínútna leik gegn Svíum í gærkvöldi og missir einnig af byrjuninni á næsta tímabili með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Owen sem að er nýstiginn upp úr langvarandi meiðslum þarf nú aftur að fara í endurhæfingu og berjast við enn ein meiðslin. Þetta verður að teljast mikið áfall fyrir bæði enska landsliðið og Newcastle United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×