Fótbolti

Rooney mun hræða andstæðingana

Rooney vekur ótta
Rooney vekur ótta MYND/AFP

Sven Göran Erikson segir að með því að stilla Wayne Rooney upp í byrjunarliðið í næstu leikjum Englands á HM muni vekja ótta í hjörtum andstæðinganna.

Erikson sem að ætlar að hafa Wayne Rooney í byrjunarliðinu gegn Svíum í kvöld ásamt Michael Owen í lokaleik B-riðils telur að lið geti ekki annað en verið hrædd við hæfileika Rooney við að búa til mörk og skora þau.

Hann telur að andstæðingarnir vilji alls ekki heyra að Rooney muni byrja inn á gegn þeim því að hann sé mikil ógn og að lið án Rooney sé mikið þægilegra viðureignar en lið með hann innanborðs. Rooney er búinn að vera á fullri keyrslu á æfingum í vikunni, stökkvandi í tæklingar og er alls óhræddur við meiðslin sem hafa verið að hrjá hann seinustu 7 vikurnar, ekki er að sjá að hann hafi verið að stíga upp úr beinbroti í ökkla.

Erikson stefnir á 1. sæti í B-riðli Sven Göran Erikson ætlar að gera allt sem hann getur til að tryggja að Englendingar sigri B-riðilinn með því að leggja Svíana í kvöld og sleppa þannig við að mæta Argentínumönnum í 8-liða úrslitum. Englendingar sem að þurfa einungis jafntefli til að tryggja efsta sætið í riðlinum munu þó ekki spila upp á jafnteflið því að Erikson telur það hættulegt gegn jafn sterku liði og Svíþjóð.

Sigri Englendingar riðilinn þá mæta þeir annaðhvort Þýskalandi eða Ekvador úr A-riðli. Þýskaland og Ekvador mætast fyrr í dag og verða því úrslitin í A-riðli ljós áður en að leikur Englands og Svíþjóðar fer af stað. Ef að Þýskaland tapar fyrir Ekvador og verður í öðru sæti A-riðils þá mæta þeir efsta liðinu úr B-riðli þ.e. Englandi eða Svíþjóð.

Þrátt fyrir þetta ætlar Erikson að stefna á sigur þótt það geti þýtt að England mæti þýskalandi í 16 liða úrslitum. Hann telur að það sé skárra að mæta Þýskalandi í 16 lið úrslitum en að mæta mögulega Argentínu í 8 liða úrslitum því að Argentína eru að hans mati í besta forminu þessa dagana og að spila frábærlega og hafa á að skipa frábærum leikmönnum.

Svíar ætla ekki að spila upp á jafntefli gegn Englandi Svíar ætla að freista þess að sigra Englendinga í kvöld til að tryggja sér öruggt sæti í 16 lið úrslitum í stað þess að reyna að halda út með jafntefli sem að myndi nægja þeim til að komast í 16 liða úrslitin. Þjálfari Svía segir að stefnt verði á sigur í leiknum því að það tryggir þeim bæði sæti í 16 liða úrslitum og efsta sæti riðilsins og myndi gefa þeim aukadag í hvíld áður en að þeir myndu mæta annaðhvort Þýskalandi eða Ekvador.

Svíar sem að hafa ekki tapað fyrir Englandi í 11 leikjum eða í 38 ár ætla að halda uppteknum hætti í kvöld og reyna að sigra. Þá munu þeir sjá til þess að Svíinn Sven Göran Erikson nái ekki að sigra heimaland sitt sem þjálfari enska landsliðsins í þeim 4 leikjum sem að hann hefur mætt Svíum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×