Fótbolti

Gilberto segir Brasilíu vera að komast í gang

Gilberto Silva ræðir við þjáfrara sinn Carlos Alberto Parreira á æfingu.
Gilberto Silva ræðir við þjáfrara sinn Carlos Alberto Parreira á æfingu. MYND/AP

Miðjumaður Arsenal og brasilíska landsliðsins, Gilberto Silva, hefur lítið fengið að spreyta sig í HM keppninni í þeim leikjum sem Brassar hafa leikið.

Hann hefur einu sinni komið inn á sem varamaður en brasilíska landsliðið hefur verið mikið gagnrýnt fyrir slakan leik í keppninni og aumingja Ronaldo hefur fengið mest að finna fyrir því í fjölmiðlum.

Gilberto vill meina að pressan sé mikil á heimsmeisturunum og það sé eðlilegt að fólk vilji sá Brasilíu leika betur en þeir hafa sýnt í fyrstu 2 leikjunum. Hann segir að þegar Brasilía vinnur leiki er það ekki nóg, aðdáendur vilji fá flottan sambabolta í hvert sinn seg þeir leiki á HM.

Gilberto sagði við BBC í Þýskalandi að leikurinn gegn Japan verði betri, menn eru að stilla saman strengi og allir leikmenn eru meðvitaðir um að aðdáendur vilji meira en bara sigur frá Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×