Fótbolti

Toure vill fá fleiri landa sína í ensku deildina

Kolo Toure, leikmaður Arsenal og Fílabeinstrandarinnar trúir því að fleiri landar hans eigi eftir að koma og leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn eins og Didier Drogba og Manu Edoue hafa nú þegar haft mikil áhrif á deildina eftir að þeir komu þangað.

 

"Ég vona að fleiri leikmenn frá Fílabeinströndinni komi til Englands að spila. Þeir munu aðlagast vel og ná langt í ensku deildinni. Við erum stoltir af okkar frammistöðu. Þrátt fyrir að hafa tapað báðum þessum leikjum þá sýndum við allavega að við getum sitt hvað í fótbolta. Við eigum eftir að koma ennþá sterkari til leiks á næstu HM enda erum við með ungt og gott lið," sagði Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×