Fótbolti

Owen er í rusli

MYND/Reuters

Micheal Owen er ótrúlega svekktur yfir því að hafa slasast í leiknum á móti Svíum. Honum finnst að hann hafi brugðist áhangendum Newcastle United.

„Mér líður mjög illa þegar ég hugsa um Freddy Shepard formann Newcastle og alla peningana sem var eytt í mig. Glen Roeder hefur verið í sambandi við mig alla keppnina og hvatt mig áfram. Plús allir stuðningsmennirnir sem hafa aðeins séð mig í 11 leikjum. Mér finnst ég hafa brugðist öllu þessu góða fólki," sagði Owen dapur í bragði.

Shepard hefur sagt að það tryggingafé sem Newcastle fær vegna meiðsla Owen sé allt of lágt.

Owen vonast til þess að mæta aftur til Þýskalands þann 9. júlí til þess að taka á móti heimsmeistaratitlinum með félögum sínum.

„Ég spila ekki meira en ég vil samt fá medalíu um hálsinn. Það er svekkjandi að hugsa til þess að þetta gæti hafa verið í síðasta skipti sem ég vinn með Sven Goran Eriksson. Hann hefur alltaf valið mig þegar ég hef verið heill og ég hef skorað mörg mörk fyrir hann. Ég vonast til að sjá hann aftur 9. júlí," sagði Owen að lokum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×