Fótbolti

„Holland eitt af sterkustu liðunum“

Jose Pekerman
Jose Pekerman MYND/AP

Þjálfari Argentínumanna Jose Pekerman telur að landslið Hollands sem að mætir Argentínu í kvöld sé í hópi bestu liðanna á HM.

Bæði liðin eru örugg áfram í 16 liða úrslit eftir að hafa bæði sigrað fyrstu tvo leikina sína í riðlinum og eru því einungis að spila upp á hvort liðið vermir toppsæti riðilsins og mætir þar af leiðandi liðinu sem að verður í 2 sæti í D-riðli.

Pekerman segir að lið Hollands sé ungt og mjög gott lið og að það eigi við hvort sem að lykilmenn séu hvíldir eða ekki. Vangaveltur eru uppi um hvort að liðin muni hvíla lykilmenn í leiknum í kvöld eða hvort að metnaður verði lagður í að ná efsta sæti riðilsins.

Argentínumenn geta kannski leyft sér að hvíla fleiri lykilmenn heldur en Hollendingar án þess að það komi niður á gæðum liðsins því að Argentínumenn hafa geysilega mikla og góða breidd.

Sem dæmi má nefna að Leo Messi og Carlos Teves hafa verið látnir verma bekkinn hingað til og þeir gætu því hæglega byrjað inn á í kvöld og eru þeir ekki síðri leikmenn en t.d. Crespo og Saviola sem að hafa verið í byrjunarliðinu og eru með gult spjald á bakinu.

Líklegt þykir að Pekerman hvíli þá tvo ásamt Heinze sem að líka er með gult spjald og mundi þá Gabriel Milito væntanlega koma inn í liðið í stað hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×