Fótbolti

Cisse er enn á óskalista Marseille

Djibril Cisse leikmaður Liverpool og franska landsliðsins er enn á óskalista Pape Diouf forseta Marseille og er leikmaðurinn enn vongóður og ákveðinn í að ganga til liðs við franska félagið.

Diouf hitti umboðsmann Cisse á miðvikudaginn til að athuga hvort að Cisse vildi enn ganga til liðs við Marseille þrátt fyrir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik með franska landsliðinu rétt fyrir HM. Eftir fundinn er Diouf sannfærður um að Cisse vilji ganga til liðs við Marseille þrátt fyrir að hann muni verða frá í um 5 mánuði.

Diouf ætlar að fara til Englands snemma í næstu viku til að reyna að ganga frá kaupum á miðherjanum sem að hefur átt erfitt uppdráttar í bítlaborginni Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×