Fótbolti

Neville og Ferdinand verða klárir

Góðar fréttir fyrir enska liðið en þeir Manchester United félagar, Gary Neville og Rio Ferdinand verða báðir klárir fyrir 16-liða úrslitin. Þar mætir England liði Ekvador.

Rio meiddist í leiknum við Svía en þau voru minniháttar. Neville var með í fyrsta leikinn en hann hefur ekkert leikið síðan. Eftir rannsókn í dag kom í ljós að leikmaðurinn er fær að spila.

Leikurinn við Ekvador er á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×