Fótbolti

Svisslendingar í góðum málum

Tranquillo Barnetta í baráttu við Mamam Cherif-Toure
Tranquillo Barnetta í baráttu við Mamam Cherif-Toure MYND/AP

Svisslendingar voru rétt í þessu að leggja Tógómenn að velli 2-0 á HM í Þýskalandi. Það var Alexander Frei sem skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Tranquillo Barnetta bætti seinna markinu við á 89. mínútu. Svisslendingar léku vel skipulagða knattspyrnu og sprækir Tógómenn fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn þeirra.

Svisslendingar eru efstir í G-riðli ásamt Suður Kóreumönnum með fjögur stig, Frakkar hafa tvö en Tógó ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×