Fótbolti

Hættir Lippi eftir HM?

Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu eru sagður ætla að hætta með liðið eftir HM. Ítalska blaðið Corriere dello Sport fullyrðir þetta. Blaðið segir ennfremur að Lippi, sem tók við liðinu árið 2004, hafi náð góðum árangri með það en Ítalir hafa ekki tapað í síðustu 20 leikjum.

Lippi sem var áður þjálfari hjá Juventus hefur hvað eftir annað verið orðaður við meint hneykslismál Juventus. Þetta er mjög neikvætt fyrir hann sem þjálfara landsliðsins. Þá segir ítalska blaðið Corriere dello Sport að pressan sem fylgi því að vera þjálfari ítalska landsliðsins sé einfaldlega of mikil fyrir Lippi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×