Fótbolti

De la Cruz ætlar að koma Englandi á óvart

Ulises De La Cruz  í baráttunni við Giovanni van Bronckhorst
Ulises De La Cruz í baráttunni við Giovanni van Bronckhorst MYND/AFP

Ulises de la Cruz leikmaður Aston Villa segir að Ekvador muni koma sterkir til baka eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær og slá Englendinga út í 16 lið úrslitum.

Leikur Ekvador og Þýskalands í gær gaf ekki rétta mynd af styrkleika Ekvadormanna þar sem að þeir voru að hvíla 6 lykilleikmenn og lögðu sig hvergi nærri eins vel fram og í leikjunum á móti Póllandi og Kosta Ríka sem þeir unnu nokkuð örugglega.

De la Cruz segir að þrátt fyrir tapið í gær sé sjálfstraustið í liðinu mikið og að tapið muni ekki slá á möguleika þeirra um að komast í 8 liða úrslit með því að slá út England í 16 lið úrslitum. De la Cruz segir að leikurinn við England verði erfiður fyrir þá en líka fyrir England og að ósigurinn gegn Þýskalandi verði bara til að styrkja liðið því að þeir hafi lært mikið af þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×