Fótbolti

Michel ekki ánægður með framgöngu Drogba

Drogba
Drogba MYND/AFP

Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er mjög ósáttur við frammistöðu Didier Drogba á heimsmeistaramótinu. Fílabeinströndin sem margir höfðu fyrirfram spáð góðu gengi er dottið út og segir Michel að Drogba hafi ekki verið nógu vel undir þetta mót búinn.

"Það er á hreinu að Drogba var hvorki tilbúinn andlega né líkamlega í þetta mót. Hann náði sér aldrei á strik. Auðvita er hann vonsvikinn því þetta er mót sem hann ætti að sýna heiminum hversu góður hann er í raun og veru. En það hafa margir góðir leikmenn ekki náð sér á strik á HM, Michel Platini náði sér ekki á strik þegar hann var spila en samt var hann einn besti leikmaður heims á þeim tíma. Þetta kemur oft fyrir marga góða leikmenn. Drogba er samt mikilvægur fyrir liðið og hann er góður fyrirliði," sagði Michel. Drogba verður samt ekki með liðinu í lokaleiknum þar sem hann tekur út leikbann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×