Fleiri fréttir

Stelpurnar komnar í sólina til Algarve - mæta Svíum á morgun

Kvennalandsliðið í fótbolta kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinum geysisterka Algarve-bikar. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst hann klukkan 15:00. Á heimasíðu KSÍ má finna meðfylgjandi mynd af stelpunum í sólinni í Portúgal.

Fannar þumalfingurbrotinn - missir líklega af 8 liða úrslitunum

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, þumalfingurbrotnaði á æfingu í síðustu viku og verður að taka sér hvíld í fjórar til sex vikur á meðan hann er að náð sér. Fannar spilaði á brotnum putta á móti Tindastól en ætlar að hlusta á lækninn og taka sér hvíld næstu vikurnar.

Guardiola að drepast í bakinu - gæti misst af Valencia-leiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, gæti misst af leik liðsins á móti Valencia í spænsku deildinni á morgun þar sem hann er mjög slæmur í mjóbakinu. Guardiola var ekki með á æfingu í dag og fór þess í stað í meðferð hjá baksérfræðingi.

Alonso spáir baráttu fimm liða um titilinn

Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða.

Mike Bibby á leiðinni til Miami Heat?

Mike Bibby og Washington Wizards gengu frá starfslokasamningi í gærkvöldi og er því leikstjórnandinn laus allra mála frá félaginu. Washington-liðið hafði fengið Bibby frá Atlanta Hawks í skiptum fyrir Kirk Hinrich en fleiri leikmenn voru einnig með í þessum skiptum.

Ólafur og Sveinbjörn koma inn í landsliðið fyrir Þjóðverjaleikina

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp fyrir tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2012. Guðmundur kallar á tvo leikmenn sem voru ekki með á HM í Svíþjóð en það eru þeir Sveinbjörn Pétursson og Ólafur Guðmundsson. Sigurbergur Sveinsson dettur hinsvegar úr hópnum.

Bowyer fær ekki nýjan samning hjá Birmingham

Lee Bowyer, miðjumaður nýkrýndra deildarbikarmeistara Birmingham hefur fengið að vita það hjá forráðamönnum félagsins að hann fái ekki nýjan samning þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Kelly ekki með Liverpool á móti United og Meireles tæpur

Hinn ungi Martin Kelly hefur slegið í gegn hjá Liverpool í vetur en hann verður ekki með næstu vikurnar eftir að hann meiddist aftan í læri í tapinu á móti West Ham á sunnudaginn. Kelly missir örugglega af leiknum á móti Manchester United um næstu helgi.

Ancelotti segist enn vera með fulla stjórn á leikmönnum Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það séu engin agavandmál innan Chelsea-liðsins og að hann hafi fulla stjórn á leikmannahópi liðsins. Ítalinn hefur stutt við bakið á Ashley Cole eftir að upp komst að bakvörðurinn hafði óvart skotið á lærling með loftbyssu á æfingsvæði Chelsea.

NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð

Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York.

AC Milan vann toppslaginn

AC Milan vann í kvöld góðan og mikilvægan sigur á Napoli í toppslag ítölsku úrvlasdeildarinnar, 3-0.

Jermaine Defoe meiddist í æfingabúðum

Jermain Defoe, framherji Tottenham meiddist í dag í æfingabúðum liðsins í Dubai. Óvíst er hversu lengi hann verður frá en hann meiddist á ökkla síðastliðið haust þegar hann skoraði þrennu í landsleik með Englandi og var þá frá í átta vikur.

Helena leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU-háskólaliðsins í Bandaríkjunum, var í annað skiptið í vetur valin leikmaður vikunnar í Mountain West-riðlinum.

Stórt tap á rekstri Juventus

Juventus tilkynnti í dag að félagið tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrri hluta tímabilsins eða 39,5 milljónum evra.

Óvænt tap hjá Sundsvall Dragons

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson náðu sér ekki á strik þegar að Sundsvall Dragons, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, tapaði óvænt fyrir Jämtland Basket á heimavelli í kvöld, 61-74.

Heiðar í liði vikunnar

Heiðar Helguson var í dag valinn í lið vikunnar í ensku B-deildinni af forráðamönnum deildarinnar. Heiðar skoraði tvö mörk í 3-0 sigri QPR á Middlesbrough um helgina.

David Moyes: Arteta er okkar Iniesta

Enska úrvaldeildarliðið Everton virðist vera hægt og bítandi að komast á skrið. Liðið hóf tímabilið illa og margir lykilleikmenn liðsins áttu erfitt með að fóta sig. Everton vann mikilvægan sigur gegn Sunderland ,2-0, um helgina og þar sást til nokkurra kunnuglegra andlita.

Berbatov og Tevéz eru í algjörum sérflokki

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk. Búlgarinn, sem er 29 ára gamall skoraði 12 deildarmörk á síðustu leiktíð í 33 leikjum en hann hefur leikið 24 leiki á þessari leiktíð. Hann skoraði "aðeins“ 9 deildar mörk á sínu fyrsta tímabili 2008-2009.

Kaká enn og aftur orðaður við Chelsea og Man City

Brasilíumaðurinn Kaká virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Real Madrid á Spáni og hefur hann verið orðaður við flest stórlið Evrópu að undanförnu. Jose Mourinho knattspyrnustjóri hefur ekki mikinn áhuga á að halda í Kaká og er hann sagður á förum til Chelsea eða Manchester City.

Ross Brawn seldi eignarhlut sinn til Mercedes

Framkvæmdarstjóri Mercedes Formúlu 1 liðsins, Ross Brawn hefur selt hlut sinn í Mercedes liðinu til Mercedes og fjórir aðrir hluthafar hafa gert slíkt hið sama. Brawn verður áfram framkvæmdarstjóri liðsins, en ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg.

Platini er búinn að fá nóg af skrílslátunum í Serbíu

Michel Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu fundaði á dögunum með Boris Tadic forseta knattspyrnusambands Serbíu. Á þeim fundi hótaði Platini að öll lið frá Serbíu yrðu sett í keppnisbann í Evrópukeppnum ef ekki ekki tekst að hafa hemil á síendurteknum skrílslátum hjá stuðningsmönnum í Serbíu. Þetta bann myndi ná til félagsliða – jafnt sem landsliða frá Serbíu

Perez: Einn besti dagur lífs míns

Sergio Perez frá Mexíkó spretti úr spori á Sauber Formúlu 1 bíl á laugardaginn í heimabæ sínum Guadalajara. Perez er nýliði í Formúlu 1 og er talið að milli 150.000-200.000 manns hafi fylgst með kappanum í heimabænum.

Ellefu milljarða kr. sekt fyrir stórt mútumál í Brasilíu

Dómstóll í Brasilíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að knattspyrnusamband Brasilíu þurfi að greiða um 11 milljarða kr. í sekt vegna mútumáls sem upp komst árið 2005. Þar fór knattspyrnudómarinn Edilson Pereira de Carvalho fremstur í flokki í svindlinu og samkvæmt frétt AP fréttastofunnar þarf Carvalho einnig að greiða háa sekt.

Fær Dalglish tveggja ára samning í sextugsafmælisgjöf?

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool verður sextugur á föstudaginn og svo gæti farið að eigendur liðsins færi honum afmælisgjöf sem gæti glatt stuðningsmenn liðsins verulega. Dalglish gæti skrifað undir nýjan samning við félagið til tveggja ára en hann tók við knattspyrnustjórastöðunni í janúar þegar Roy Hodgson var rekinn frá félaginu eftir skamma dvöl í því starfi.

Wayne Rooney sleppur við bann

Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður ekki til umfjöllunar hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leiknum gegn Wigan á laugardaginn. Rooney gaf James McCarthy olnbogaskot í leiknum en þar sem að dómari leiksins gaf honum ekki gult spjald fyrir þetta brot fer málið ekki inn á borð hjá aganefndinni.

Nielsen vill gera lífstíðarsamning við Mikkel Hansen

Jesper Nielsen eigandi danska handboltaliðsins AG í Kaupmannahöfn er vinsæll á meðal blaða – og fréttamanna enda talar hann yfirleitt í fyrirsögnum. Nielsen, sem á einnig þýska stórliðið Rhein- Neckar Löwen, segir í viðtali við BT í Danmörku að stórskyttan Mikkel Hansen gæti skrifaði undir "lífstíðarsamning“ við AG en Hansen er einn allra besti leikmaður heims.

Ondo og Veigar ná vel saman í framlínu Stabæk

Gilles Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur byrjað vel með norska liðinu Stabæk og í gær skoraði hann þrennu í 5-0 sigri liðsins í æfingaleik gegn sænska liðinu GAIS. Ondo hefur skorað alls sjö mörk fyrir Stabæk á undirbúningstímabilinu og samvinna hans við íslenska landsliðsframherjann Veigar Pál Gunnarsson hefur vakið athygli.

Steven Gerrard hefur tröllatrú á Luis Suarez

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að framherjinn Luis Suarez eigi eftir að láta að sér kveða á næstu vikum – en Gerrard telur að landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ þurfi aðeins lengri tíma til þess að aðlagast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni. Suarez var keyptur til Liverpool fyrir 23 milljónir punda í janúar eða 4,3 milljarða kr. og skoraði hann í fyrsta leiknum gegn Stoke.

Mancini gagnrýnir hugarfarið hjá Balotelli, Tevéz og Dzeko

Ítalinn Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er allt annað en ánægður með framherja liðsins og gagnrýndi hann Mario Balotelli, Carlos Tevéz og Edin Dzeko eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær gegn Fulham. Balotelli skoraði mark City en Mancini segir að leikmaðurinn eigi að geta leikið mun betur og það sama gildi um Tevéz og Dzeko.

Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar

Enski landsliðsmaðurinn Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar á því að hafa skotið með loftriffli í starfsmann Chelsea á æfingasvæði félagsins á dögunum. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Cole lögmenn Cole og Chelsea hafi ráðlagt leikmanninum að tjá sig ekki um málið vegna væntanlegrar lögsóknar frá starfsmanninum Tom Cowan.

Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann

Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga.

Enski boltinn: Mörkin úr leik West Ham og Liverpool

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þar sem að 3-1 sigur botnliðs West Ham gegn Liverpool bar hæst. Manchester City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli og er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum á sjónvarpshlutanum á visir.is. Umferðinni lýkur í kvöld með leik Stoke og WBA.

Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni

Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé.

New York sendi sterk skilaboð með sigri gegn Miami Heat

Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn "ofurliðinu“ Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær.

Áhugi á Ramos frá Englandi

Líkur eru á því að spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos sé á förum frá Real Madrid í sumar. Bróðir Ramos, sem jafnframt er umboðsmaðurinn hans, segir að áhugi sé á leikmanninum frá Englandi og Ítalíu.

Benitez segir framtíð sína í Englandi

Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og Inter Milan, hefur hafnað þremur stjórastöðum á Spáni og vill næla sér í vinnu hjá stórum klúbbi í Englandi.

Campbell iðrast rauða spjaldsins

Framherjinn DJ Campbell hjá nýliðum Blackpool hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Wolves í gær. Campbell gaf Richard Stearman á lúðurinn í lok fyrri hálfleiks og er á leiðinni í þriggja leikja bann.

Sjá næstu 50 fréttir