Enski boltinn

Benitez segir framtíð sína í Englandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Er Benitez á leið í enska boltann?
Er Benitez á leið í enska boltann? Mynd/Getty Images
Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og Inter Milan, hefur hafnað þremur stjórastöðum á Spáni og vill næla sér í vinnu hjá stórum klúbbi í Englandi.

Benitez er tilbúinn að bíða eftir rétta starfinu nema hann fái tilboð sem hann getur ekki hafnað.

„Framtíð mín er í Englandi því þar er bestu verkefnin fyrir þjálfara. Ég er þó opinn fyrir tilboðum," sagði Benitez sem enn býr í Liverpool. Hann ætti ekki að hafa miklar áhyggjur af atvinnuleysi enda fékk hann vænan starfslokasamning hjá bæði Liverpool og Inter Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×