Enski boltinn

Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ashley Cole og John Terry eiga það sameiginlegt að hafa lent í ýmsum málum utan vallar sem hafa ekki bætt ímynd þeirra.
Ashley Cole og John Terry eiga það sameiginlegt að hafa lent í ýmsum málum utan vallar sem hafa ekki bætt ímynd þeirra. Nordic Photos / Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar á því að hafa skotið með loftriffli í starfsmann Chelsea á æfingasvæði félagsins á dögunum. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Cole lögmenn Cole og Chelsea hafi ráðlagt leikmanninum að tjá sig ekki um málið vegna væntanlegrar lögsóknar frá starfsmanninum Tom Cowan.

Atvikið átti sér stað á sunnudag fyrir viku þar sem að Cole var með loftriffilinn án þess að gera sér grein fyrir því að hann væri hlaðinn. Skotið fór í Cowan og hann slasaðist ekki alvarlega.

Lögreglan mun rannsaka málið og hafa forráðamenn Chelsea reynt að gera sem minnst úr málinu. Cole hefur átt erfitt með að bæta ímynd sína á undanförnum árum og atvikið á æfingasvæðinu með loftriffilinn hjálpar ekki til við þá vinnu hjá hinum þrítuga bakverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×