Fótbolti

Ellefu milljarða kr. sekt fyrir stórt mútumál í Brasilíu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Edilson Pereira de Carvalho.
Edilson Pereira de Carvalho.
Dómstóll í Brasilíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að knattspyrnusamband Brasilíu þurfi að greiða um 11 milljarða kr. í sekt vegna mútumáls sem upp komst árið 2005. Þar fór knattspyrnudómarinn Edilson Pereira de Carvalho fremstur í flokki í svindlinu og samkvæmt frétt AP fréttastofunnar þarf Carvalho einnig að greiða háa sekt.

Knattspyrnusamband Brasilíu ætlar að áfrýja málinu til hæstaréttar. Ekki kemur fram í frétt AP hvernig dómarinn og knattspyrnusambandið skipta á milli sín sektargreiðslunni.

Alls þurfti að leika 11 leiki að nýju eftir að upp komst um málið árið 2005 og þar hagnaðist lið Corinthians verulega því liðið vann leiki sem þeir höfðu tapað áður – og tryggði liðið sér meistaratitilinn í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×