Enski boltinn

Jermaine Defoe meiddist í æfingabúðum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jermaine Defoe leikmaður Tottenham
Jermaine Defoe leikmaður Tottenham
Jermain Defoe, framherji Tottenham meiddist í dag í æfingabúðum liðsins í Dubai. Óvíst er hversu lengi hann verður frá en hann meiddist á ökkla síðastliðið haust þegar hann skoraði þrennu í landsleik með Englandi og var þá frá í átta vikur.

Tottenham nýtti sér pásu í leikjaplani sínu til að fara til Dubai og æfa í heitari loftslagi fyrir næsta leik sinn sem er gegn Wolves á sunnudaginn. Defoe hefur þó átt erfitt með að finna netmöskvana á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur ekki ennþá skorað í deildinni á þessu tímabili.

"Við erum að reyna að ná að enda í efstu fjóru sætunum og það er erfitt með alla þessa leikmenn meidda," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham. "Huddlestone, Kaboul, King, Woodgate, Bale og Van Der Vaart. Ég gæti stillt upp ansi góðu liði af meiddum leikmönnum," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×