Enski boltinn

Kaká enn og aftur orðaður við Chelsea og Man City

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Brasilíumaðurinn Kaká virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Real Madrid á Spáni.
Brasilíumaðurinn Kaká virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Real Madrid á Spáni. Nordic Photos / Getty
Brasilíumaðurinn Kaká virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Real Madrid á Spáni og hefur hann verið orðaður við flest stórlið Evrópu að undanförnu. Jose Mourinho knattspyrnustjóri hefur ekki mikinn áhuga á að halda í Kaká og er hann sagður á förum til Chelsea eða Manchester City.

Kaká var keyptur frá AC Milan fyrir 58 milljónir punda eða 11 milljarða kr., og er líklegt að hann verði seldur fyrir aðeins 25 milljónir punda eða 4,7 milljarða kr. Kaká hefur glímt við meiðsli frá því hann kom til Real Madrid á sama tíma og Cristiano Ronaldo sumarið 2009.

Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur sagt að hann sé mikill aðdáandi Kaká og Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri liðsins þekkir framherjann vel því hann lék undir stjórn hans hjá AC Milan.

Emmanuel Adebayor, sem er samningsbundinn Manchester City, er sem kunnugt er á láni hjá Real Madrid. Ef hann nær að heilla Mourinho gæti samningsstaða City lagast og liðin gætu hugsanlega skipt á leikmönnum í sumar – Kaká til City og Adebayor yrði leikmaður Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×