Enski boltinn

Campbell iðrast rauða spjaldsins

Jón Júlíus Karlsson skrifar
DJ Campbell í handalögmálum við leikmenn Wolves í gær.
DJ Campbell í handalögmálum við leikmenn Wolves í gær. Mynd/Getty Images
Framherjinn DJ Campbell hjá nýliðum Blackpool hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Wolves í gær. Campbell gaf Richard Stearman á lúðurinn í lok fyrri hálfleiks og er á leiðinni í þriggja leikja bann.

„Ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég brást liðinu og stuðningsmönnum. Ég á það til af leika af of mikilli ástríðu og vildi að ég tekið þetta tilbaka,“ sagði Campbell sem missir af leikjum gegn Chelsea, Blackburn og Fulham.

Campbell hefur verið heitur í framlínu Blackpool og skorað níu mörk á leiktíðinni. Blackpool tapaði leiknum gegn Wolves í gær 4-0 en bæði lið eru í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×