Enski boltinn

Bowyer fær ekki nýjan samning hjá Birmingham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny fellir Lee Bowyer í úrslitaleiknum um helgina.
Wojciech Szczesny fellir Lee Bowyer í úrslitaleiknum um helgina. Mynd/AP
Lee Bowyer, miðjumaður nýkrýndra deildarbikarmeistara Birmingham hefur fengið að vita það hjá forráðamönnum félagsins að hann fái ekki nýjan samning þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Hinn 34 ára gamli Bowyer kom til félagsins fyrir tveimur árum síðan hefur áhuga á því að vera áfram á St Andrews en stjórinn Alex McLeish vill ekki gera nýjan samning við hann.

„Ég vildi vera áfram burt séð frá því sem gerðist á Wembley. Þeir skipta kannski um skoðun, hver veit, en þetta er ekki í mínum höndum. Það eina sem ég get gert er að standa mig í þeim leikjum sem eftir eru," sagði Bowyer.

„Mér líður vel og ég tel að ég hafi sýnt það á móti Arsenal að ég hafi enn það sem þarf til í ensku úrvalsdeildina," sagði Bowyer.

Lee Bowyer er með 3 mörk og 4 stoðsendingar í 26 leikjum í öllum keppnum með Birmingham á þessu tímabili þar af voru eitt mark og 2 stoðsendingar í fimm leikjum í enska deildarbikarnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×