Fleiri fréttir

Kiel með stórsigur á Celje

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel áttu ekki í teljandi vandræðum með Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Lokatölur í leiknum urðu 43-27 en staðan var 23-16 í hálfleik.

Martins: Auðveldasta markið á ferlinum

Obafemi Martins, framherji Birmingham, var í skýjunum með að hafa tryggt liðinu deildabikarmeistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Arsenal í dag. Martins fékk væna aðstoð frá markverði og varnarmanni Arsenal en Wojciech Szczesny missti boltann frá sér á afar klaufalegan hátt.

Jafnt hjá Füchse Berlin gegn Flensburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin gerðu jafntefli, 24-24, við Flensburg í æsispennandi leik í þýsku deildinni í handbolta í dag. Füchse Berlin fékk gullið tækifæri til að knýja fram sigur en Konrad Wilczynski misnotaði vítakast þegar leiktíminn var runninn út.

Sigur hjá Löwen í Meistaradeildinni

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn pólska liðinu Kielce, 29-27, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Rhein-Neckar Löwen og með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Dalglish: Áttum ekki skilið að fá stig

Kenny Dalglish segir að sínir menn í Liverpool hafi ekki átt stig skilið en liðið tapaði fyrir West Ham, 3-1. Þetta var fyrsti ósigur Liverpool í átta leikjum.

Eiður Smári lék ellefu mínútur í jafntefli við City

Manchester City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Fulham en kom inn á sem varamaður fyrir Andy Johnson þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum og átti ágæta spretti.

Eiður og félagar í Fulham í flugháska

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham lentu í óþægilegu atviki í flugvél á fimmtudaginn þegar liðið var á heimleið úr æfingaferð í Portúgal.

Kolbeinn og Jóhann léku í sigri AZ

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann góðan heimasigur gegn Twente, 2-1.

Nasri nálægt nýjum samningi hjá Arsenal

Franski miðvallaleikmaðurinn Samir Nasri er nálægt því að gera nýjan samning við Arsenal. Þessi 23 ára leikmaður á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.

Kaymer nýr besti kylfingur heims

Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði.

Rooney: Þetta er mitt lélegasta tímabil

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, fer ekki í grafgötur með að núverandi tímabil sé hans lélegasta hjá félaginu. Hann hefur aldrei verið á betri launum en það verður seint sagt að hann sé að skila þeim peningum til baka.

Cole skaut starfsmann Chelsea með loftriffli

Ashley Cole ætlar að ganga illa að bæta ímynd sína í heimalandinu en nú hefur verið greint frá því að hann hafi skotið starfsmann Chelsea með loftriffli.

Di Vaio sá um Juventus

Bologna hoppaði upp í níunda sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sætan útisigur á Juventus, 0-2.

Góður útisigur hjá Kára og félögum

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir þýska félagið Wetzlar sem vann góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag gegn Friesenheim.

Myndasyrpa af sigri Valsmanna

Valur varð í dag bikarmeistari karla í handbolta eftir sigur á toppliðinu í N1-deild karla, Akureyri, í úrslitaleik Eimskipsbikarkeppninni í Laugardalshöllinni í dag, 26-24.

Valdimar: Höfðum óbilandi trú á þessu

Valsmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson var að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag en hann hafði komið tvisvar áður í Höllina og þurft að sætta sig við tap.

Sturla: Þetta er stórkostlegt

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, brosti út að eyrum eftir að Valur hafði tryggt sér bikarmeistaratitil karla í handknattleik í dag. Þetta var fyrsti stóri titill Sturlu í meistaraflokki.

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum dagsins á visir.is

Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem að Manchester United sigraði Wigan 4-0 á útivelli. Alls fóru fimm leikir fram í dag og öll mörkin eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is.

Valur bikarmeistari karla

Valsmenn urðu í dag bikarmeistarar karla í þriðja sinn á fjórum þegar þeir unnu dramatískan sigur á Akureyri, 24-26. Leikurinn var æsispennandi allt til loka.

Heiðar skoraði tvívegis fyrir QPR í 3-0 sigri

Heiðar Helguson heldur áfram að skora í ensku 1. Deildinni í fótbolta en í dag skoraði Dalvíkingurinn tvívegis í 3-0 sigri QPR á útivelli gegn Middlesbrough. Heiðar skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 40., og 61. mínútu.

Hernandez skorað tvívegis í 4-0 sigri Manchester United

Manchester United vann stórsigur á útivelli gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Javier Hernández kom Man Utd yfir með marki á 17. mínútu og hann bætti við öðru marki á 74., Wayne Rooney bætti því þriðja við á 84., og Da Silva skoraði fjórða markið þremur mínútum fyrir leikslok. Man Utd er með fjögurra stiga forskot á Arsenal en bæði liðin hafa leikið 27 leiki. Man Utd er með 60 stig en Arsenal er með 56.

Gurrý: Þetta er alltaf jafn gaman

Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar.

Anna: Fram átti þetta skilið

Keppnismanneskjan Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum svekkt með tapið gegn Fram í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag.

Myndasyrpa af bikarsigri Fram

Fram varð í dag bikarmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Val, 25-22, í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Einar og sagan á bak við bindið

Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum.

Atli: Erum ekki búnir að vinna neitt

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, náði aldrei að gera KA- menn að bikarmeisturum á sínum tíma en hann fær í dag tækifæri til þess að gera Akureyri að bikarmeisturum fyrstur allra.

Sturla: Gaman að spila á dúknum

Breiðhyltingurinn Sturla Ásgeirsson mun leið Valsmenn til leiks í úrslitum Eimskipsbikarsins gegn Akureyri í dag. Sturla er á sínu fyrsta ári með Valsmönnum og strax kominn í Höllina en þangað hefur hann ekki komist áður.

Fram varði bikarmeistaratitilinn

Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot.

Kuyt bjartsýnn á samstarfið við Suarez

Hollendingurinn Dirk Kuyt er afar ánægður með nýja framherjann Luis Suarez sem kom ti Liverpool á dögunum frá Ajax. Kuyt er þess fullviss um að þeir tveir geti myndað gott framherjapar hjá félaginu.

Ásta Birna: Viljum halda bikarnum

Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni.

Lakers vann borgarslaginn

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar.

Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum

Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram.

Sjá næstu 50 fréttir