Enski boltinn

Heiðar í liði vikunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með QPR.
Heiðar Helguson í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson var í dag valinn í lið vikunnar í ensku B-deildinni af forráðamönnum deildarinnar. Heiðar skoraði tvö mörk í 3-0 sigri QPR á Middlesbrough um helgina.

Heiðar kom QPR í 2-0 forystu í leiknum en QPR fékk svo víti á 68. mínútu þegar brotið var á Adal Taarabt, félaga hans í sókn liðsins.

Taarabt er vítaskytta liðsins og var því ekki breytt þó svo að Heiðar hefði átt möguleika á að tryggja sér þrennu í leiknum. Taarabt skoraði úr vítinu.

„Í hreinskilni sagt þá vildi ég ekki að Heiðar myndi taka vítið," sagði Neil Warnock, stjóri QPR. „Við verðum að halda í fagmennskuna og Taarabt átti að taka vítið. Ef Heiðar hefði tekið vítið og klúðrað því þá hefði ég látið hann heyra það."

Warnock hrósaði þó Heiðari fyrir frammistöðuna enda hefur hann verið frábær á tímabilinu og skorað alls tíu mörk í deildinni á tímabilinu, þar af fjögur í síðustu þremur leikjum.

Lið umferðarinnar:

Markvörður
:

Jamie Ashdown, Portsmouth

Varnarmenn
:

Louis Carey, Bristol City

Darren Purse, Millwall

Liam Fontaine, Bristol City

John Brayford, Derby

Miðvallarleikmenn
:

Andrew Crofts, Norwich

Aaron Ramsey, Cardiff

Jack Cork, Burnley

Scott Sinclair, Swansea

Sóknarmenn
:

Heiðar Helguson, QPR

Theo Robinson, Derby




Fleiri fréttir

Sjá meira


×