Enski boltinn

Berbatov og Tevéz eru í algjörum sérflokki

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk.
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk. Nordic Photos / Getty
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk. Búlgarinn, sem er 29 ára gamall skoraði 12 deildarmörk á síðustu leiktíð í 33 leikjum en hann hefur leikið 24 leiki á þessari leiktíð. Hann skoraði „aðeins" 9 deildar mörk á sínu fyrsta tímabili 2008-2009.

Carlos Tévez er annar í röðinni á þessum lista með 18 mörk fyrir Manchester City og Andy Carroll er í þriðja sæti með 11 mörk sem hann skoraði sem leikmaður Newcastle. Carroll á enn eftir að leika sinn fyrsta leik með Liverpool.

Dimitar Berbatov, Manchester United 19 mörk

Carlos Tévez, Manchester City 18 mörk

Andy Carroll, Liverpool 11 mörk

Kevin Nolan, Newcastle 11 mörk

Darren Bent, Aston Villa 10 mörk

Didier Drogba, Chelsea 10 mörk

Rafael van der Vaart, Tottenhan 10 mörk

Robin van Persie, Arsenal 10 mörk

Tim Cahill, Everton 9 mörk

DJ Campbell, Blackpool 9 mörk

Florent Malouda, Chelsea 9 mörk

Johan Elmander, Bolton Wanderers 9 mörk

Didier Drogba, Chelsea 9 mörk

Fernando Torres, Chelsea 9 mörk

Clint Dempsey, Fulham 9 mörk

Asamoah Gyan, Sunderland 9 mörk

Samir Nasri, Arsenal 9 mörk

Nani, Manchester United 9 mörk

Peter Odemwingie, WBA 9 mörk

Javier Hernández, Manchester United 9 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×