Enski boltinn

Mancini gagnrýnir hugarfarið hjá Balotelli, Tevéz og Dzeko

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ítalinn Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er allt annað en ánægður með framherja liðsins og gagnrýndi hann Mario Balotelli, Carlos Tevéz og Edin Dzeko eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær gegn Fulham
Ítalinn Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er allt annað en ánægður með framherja liðsins og gagnrýndi hann Mario Balotelli, Carlos Tevéz og Edin Dzeko eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær gegn Fulham Nordic Photos / Getty
Ítalinn Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er allt annað en ánægður með framherja liðsins og gagnrýndi hann Mario Balotelli, Carlos Tevéz og Edin Dzeko eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær gegn Fulham. Balotelli skoraði mark City en Mancini segir að leikmaðurinn eigi að geta leikið mun betur og það sama gildi um Tevéz og Dzeko.

„Ég er ekki ánægður með Balotelli. Hann skoraði mark en ég er ekki ánægður. Hann ætti að leika betur en hann gerði í dag. Fyrir framherja er mikilvægt að skora en þeir eiga líka að vera hluti af liðsheildinni og vinna með liðinu. Þetta á líka við um þá Carlos og Dzeko. Stundum ná leikmenn sér ekki á strik og ég veit að það er ekki alltaf hægt að leika vel. Hugarfarið þarf hinsvegar að vera í jákvætt og það er erfitt að vera með þrjá framherja inni á vellinum þegar hugarfarið er ekki í lagi," sagði Mancini í gær.

Manchester City er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig, 10 stigum á eftir Manchester United sem á leik til góða líkt og Arsenal sem er í öðru sæti með 56 stig.

Mancini er í einu erfiðasta starfinu í ensku úrvalsdeildinni þar sem að eigendur liðsins gera miklar kröfur um árangur en liðið hefur fengið gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa á undanförnum misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×