Enski boltinn

Wayne Rooney sleppur við bann

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Felix Brych dómari frá Þýskalandi lætur Rooney heyra það í Meistaradeildarleik á dögunum.
Felix Brych dómari frá Þýskalandi lætur Rooney heyra það í Meistaradeildarleik á dögunum. Nordic Photos / Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður ekki til umfjöllunar hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leiknum gegn Wigan á laugardaginn. Rooney gaf James McCarthy olnbogaskot í leiknum en þar sem að dómari leiksins gaf honum ekki gult spjald fyrir þetta brot fer málið ekki inn á borð hjá aganefndinni.

Sjónvarpsupptökur frá atvikinu sýndu greinilega að Rooney gaf McCarthy högg með olnboganum á höfuðið eftir að McCarthy hafði stigið fyrir Rooney og hindrað hann með þeim hætti.

Samkvæmt reglum FIFA er ekki hægt að taka málið fyrir þar sem að Mark Clattenburg dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu strax eftir atvikið - og þar með getur enska knattspyrnusambandið ekki gert meira í málinu.

Það er nóg um að vera hjá Manchester United á næstu dögum því liðið mætir Chelsea á morgun í ensku úrvalsdeildinni og fer sá leikur fram í London. Á sunnudaginn mætir Man Utd liði Liverpool.


Tengdar fréttir

Ferguson segir bresku pressuna vilja hengja Rooney

Sir Alex Ferguson er allt annað en ánægður með þá umræðu að Wayne Rooney hafi átt að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot í leik gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni gær. Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var ósáttur með að Rooney skildi sleppa frá svörtu bók dómarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×