Fótbolti

Áhugi á Ramos frá Englandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ramos er eftirsóttur.
Ramos er eftirsóttur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Líkur eru á því að spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos sé á förum frá Real Madrid í sumar. Bróðir Ramos, sem jafnframt er umboðsmaðurinn hans, segir að áhugi sé á leikmanninum frá Englandi og Ítalíu.

Manchester United, Chelsea og AC Milan eru sögð á eftir starfskröftum hins 24 ára gamla Ramos sem gæti farið fyrir rétt verð í sumar. Ramos er Heims- og Evrópumeistari með landsliði Spánar.

„Það eru stórir klúbbar í Englandi og á Ítalíu sem hafa áhuga á Ramos. Við eigum von á fundi með klúbbnum (Real Madrid) á næstu mánuðum þar sem farið verður yfir stöðuna," sagði Rene, umboðsmaður og bróðir Sergio Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×