Enski boltinn

Fær Dalglish tveggja ára samning í sextugsafmælisgjöf?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool verður sextugur á föstudaginn og svo gæti farið að eigendur liðsins færi honum afmælisgjöf sem gæti glatt stuðningsmenn liðsins verulega.
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool verður sextugur á föstudaginn og svo gæti farið að eigendur liðsins færi honum afmælisgjöf sem gæti glatt stuðningsmenn liðsins verulega. Nordic Photos / Getty
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool verður sextugur á föstudaginn og svo gæti farið að eigendur liðsins færi honum afmælisgjöf sem gæti glatt stuðningsmenn liðsins verulega. Dalglish gæti skrifað undir nýjan samning við félagið til tveggja ára en hann tók við knattspyrnustjórastöðunni í janúar þegar Roy Hodgson var rekinn frá félaginu eftir skamma dvöl í því starfi.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla hafa forráðamenn Fenway Sports Group, sem á Liverpool liðið, ákveðið að bjóða Dalglish tveggja ára samning. Liverpool mætir Manchester United á sunnudaginn í stórleik á Anfield og eru miklar líkur á því Skotinn verði búinn að ganga frá sínum málum áður en að þeim leik kemur.

Dalglish hefur þrívegis stýrt Liverpool til sigurs í efstu deild á Englandi, 1986, 1988 og 1990. Liðið hefur enn ekki náð að vinna ensku úrvalsdeildina frá því að hún var sett á laggirnar tímabilið 1991-1992. Dalglish hefur hinsvegar upplifað þá tilfinningu en hann var knattspyrnustjóri Blackburn sem vann ensku úrvalsdeildina vorið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×