Enski boltinn

Louis Saha eyðilagði 32 milljóna kr. Ferrari en slapp ómeiddur

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Louis Saha slapp nánast ómeiddur eftir umferðaróhapp í gær en franski framherjinn úr liði Everton gjöreyðilagði Ferrari bifreið sína.
Louis Saha slapp nánast ómeiddur eftir umferðaróhapp í gær en franski framherjinn úr liði Everton gjöreyðilagði Ferrari bifreið sína. Nordic Photos / Getty
Louis Saha slapp nánast ómeiddur eftir umferðaróhapp í gær en franski framherjinn úr liði Everton gjöreyðilagði Ferrari bifreið sína. Saha, sem er 32 ára gamall, missti stjórn á sportbílnum í göngum við Wilmslow í Chesire.

Talsmaður lögreglunnar sagði við enska fjölmiðla að bifreiðin sé ónýt og Saha hafi haft heppnina með sér að slasast ekki alvarlega. Bifreiðin er væntanlega vel tryggð en Ferrari bifreiðin kostar um 32 milljónir kr.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnumenn lenda í óhappi á þessum stað því Cristiano Ronaldo missti einnig stjórn á Ferrari bifreið sinni á svipuðum stað í janúar árið 2009. Saha hefur leikið með Everton frá árinu 2008 en hann skoraði 14 mörk í deildinni á síðustu leiktíð en á þessari leiktíð hefur hann skorað 6 mörk í 18 deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×