Enski boltinn

Mögnuð tölfræði hjá Hernandez - 9 mörk úr 13 skotum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hernandez afgreiddi boltann snyrtilega í netið gegn Wigan um helgina / Mynd: Getty
Hernandez afgreiddi boltann snyrtilega í netið gegn Wigan um helgina / Mynd: Getty
Javier Hernandez  eða  „Chicharito” eins og hann er oftast kallaður hefur heldur betur slegið í gegn hjá Manchester United, en hann er á sínu fyrsta tímabili með liðinu.



Chicharito  átti stórleik gegn Wigan um helgina þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Manchester United.



Leikmaðurinn hefur alls gert níu mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa verið stórann hluta af tímabilinu á tréverkinu. Það verður ekki tekið af Hernandez að hann nýtir færin sín vel.



Chicharito  hefur alls tekið 13 skot að mark andstæðinganna og níu af þeim hafa ratað í netið. Mögnuð tölfræði hjá þessum snjalla Mexíkóa en það verður erfitt að viðhalda 69% skotnýtingu út tímabilið.



Það verður því alltaf erfiðara og erfiðara fyrir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, að halda Hernandez á varamannabekknum og það verður spennandi að sjá hvað þessi margreyndi stjórigerir þegar Man Utd. mætir  Chelsea annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.



Chicharito  er einnig í öðru sæti yfir mörk skoruð á hverri mínútu spilaðri í ensku úrvalsdeildinni:

 

1.    Robin van Persie (Arsenal )             869 mínútur - 10 mörk

2.    Javier Hernandez ( Man Utd.)          845 mínútur - 9 mörk

3.    Dimitar Berbatov (Man Utd.)           1824 mínútur - 19 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×