Enski boltinn

Steven Gerrard hefur tröllatrú á Luis Suarez

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Suarez var keyptur til Liverpool fyrir 23 milljónir punda í janúar eða 4,3 milljarða kr. og skoraði hann í fyrsta leiknum gegn Stoke.
Suarez var keyptur til Liverpool fyrir 23 milljónir punda í janúar eða 4,3 milljarða kr. og skoraði hann í fyrsta leiknum gegn Stoke. Nordic Photos / Getty
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að framherjinn Luis Suarez eigi eftir að láta að sér kveða á næstu vikum – en Gerrard telur að landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ þurfi aðeins lengri tíma til þess að aðlagast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni.

Suarez var keyptur til Liverpool fyrir 23 milljónir punda í janúar eða 4,3 milljarða kr. og skoraði hann í fyrsta leiknum gegn Stoke.

„Hann er harður af sér og það sem einkennir hann er vinnusemi og hann vill hjálpa liðinu. Luis er frábær leikmaður, með mikinn hraða og hann er ávallt að leita uppi marktækifærin,“ segir Gerrard í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Hann á eftir að verða betri þegar hann hefur aðlagast hraðanum sem einkennir fótboltann í þessu landi. Hann var ekki búinn að spila í margar vikur áður en hann kom til okkar og leikæfingin er því ekki mikil. Ég held að það verði erfitt að stöðva hann um leið og hann kemst betur inn í hlutina hjá okkur,“ bætti Gerrard við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×