Enski boltinn

Ancelotti segist enn vera með fulla stjórn á leikmönnum Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti og Ashley Cole á æfingu.
Carlo Ancelotti og Ashley Cole á æfingu. Mynd/AFP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það séu engin agavandmál innan Chelsea-liðsins og að hann hafi fulla stjórn á leikmannahópi liðsins. Ítalinn hefur stutt við bakið á Ashley Cole eftir að upp komst að bakvörðurinn hafði óvart skotið á lærling með loftbyssu á æfingsvæði Chelsea.

Ancelotti segir ennfremur að það hafi verið tekið á máli Cole með réttum hætti á bak við tjöldin og að hann muni spila í stórleiknum á móti Manchester United á Stamford Bridge í kvöld.

„Ég er ekki búinn að missa stjórnina á Cobham [æfingasvæði Chelsea]. Það er agi hjá okkur og við tökum á því þegar leikmenn gerast brotlegir við okkar agareglur," sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.

„Cole mun spila á móti United. Augljóslega erum við ekki ánægðir með það sem gerðist. Ég hef talað við hann og hann var mjög leiður yfir þessu, baðst afsökunar og sagðist hafa gert mistök. Þetta var slys, við höfum tekið á þessu máli en hann mun spila þennan leik," sagði Ancelotti

„Mistökin okkar voru að þessi byssa hafi á annað borð verið hér á Cobham. Við vissum ekkert af henni. Cole bað manninn sem hann skaut afsökunar þá bað hann liðsfélaga sína afsökunar og loks bað hann félagið afsökunar. Hann er er okkar leikmaður og hefur alltaf hagað sér vel. Nú þurfum við bara að horfa til framtíðar," sagði Ancelotti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×