Fótbolti

Platini er búinn að fá nóg af skrílslátunum í Serbíu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Michel Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu fundaði á dögunum með Boris Tadic forseta knattspyrnusambands Serbíu
Michel Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu fundaði á dögunum með Boris Tadic forseta knattspyrnusambands Serbíu Nordic Photos / Getty
Michel Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu fundaði á dögunum með Boris Tadic forseta knattspyrnusambands Serbíu. Á þeim fundi hótaði Platini að öll lið frá Serbíu yrðu sett í keppnisbann í Evrópukeppnum ef ekki ekki tekst að hafa hemil á síendurteknum skrílslátum hjá stuðningsmönnum í Serbíu. Þetta bann myndi ná til félagsliða – jafnt sem landsliða frá Serbíu.

Ólæti á áhorfendapöllum og fyrir utan keppnisvellina er stórt vandamál í Serbíu og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá UEFA hafa forsvarsmenn knattspyrnuhreyfingarinnar í Serbíu ekki náð tökum á vandamálinu.

Leik Serbíu og Ítalíu í undankeppni EM karla var hætt eftir aðeins 6 mínútur í Genoa í október s.l.. Þar var blysum m.a. kastað inn á völlinn og komu þau frá stuðningsmönnum Serbíu. Slagsmál brutust út eftir leikinn þar sem að Serbarnir slógust við lögreglumenn frá Genoa – þar sem 16 slösuðust. Margir voru handteknir og nokkrir óeirðaseggir fá ekki að koma til Ítalíu næstu fimm árin.

Tadic segir að Serbar muni vinna náið með UEFA og það sé markmiðið að bæta ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×