Enski boltinn

David Moyes: Arteta er okkar Iniesta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arteta átti fínan leik um helgina / Mynd: Getty Images
Arteta átti fínan leik um helgina / Mynd: Getty Images
Enska úrvaldeildarliðið Everton virðist vera hægt og bítandi að komast á skrið. Liðið hóf tímabilið illa og margir lykilleikmenn liðsins áttu erfitt með að fóta sig. Everton vann mikilvægan sigur gegn Sunderland ,2-0, um helgina og þar sást til nokkurra kunnuglegra andlita.



Mikel Arteta, leikmaður Everton, hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og fengið töluverða gagnrýni á sig. Arteta sýndi sitt rétta andlit um helgina og stýrði sóknarleik þeirra bláklæddu með miklum sóma auk þess sem hann lagði upp mark fyrir framherjann Jermaine Beckford.



David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var virkilega ánægður með frammistöðu leikmannsins og hrósar honum hásterkt í enskum fjölmiðlum

„Hann var frábær um helgina gegn Sunderland og stýrði umferðinni í sóknarleik okkar allan leikinn,“ sagði Moyes.



„Arteta er leikmaður í sama gæðaflokki og Andreas Iniesta hjá Barcelona. Hann heldur boltanum innan liðsins og gegnir því sama hlutverki , en þeim finnst báðum gott að vera með boltann og dreifa spilinu einstaklega vel.“



„Leikmenn líkt og Arteta telja sig oft á tíðum bera mikla ábyrgð á frammistöðu liðsins og það hefur komið honum um koll það sem af er tímabilsins, en hann er orðin rólegri og það sést á spilamennsku hans,“ sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×