Handbolti

Óli Stef: Ætlum okkur í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur átti ágætan leik í gær.nordic photos/bongarts
Ólafur átti ágætan leik í gær.nordic photos/bongarts
Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu bæði góða sigra í Meistaradeildinni í gær og eru komin í sextán liða úrslit.

Löwen lagði Kiel, 29-27, á meðan Kiel skellti Celje Lasko, 43-27. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel og slíkt hið sama gerði Róbert Gunnarsson fyrir Löwen. Ólafur Stefánsson skoraði hins vegar þrjú mörk fyrir Löwen í gær.

"Við byrjuðum leikinn illa og fyrstu 25 mínúturnar voru slakar hjá okkur," sagði Ólafur við sjónvarpsstöð EHF eftir leikinn en Löwen var undir í hálfleik, 11-13.

"Ég er sáttur við stigin. Við börðumst vel, komum til baka og áttum skilið að vinna leikinn," sagði Ólafur sem var ekki par hrifinn af spurningum um eigin frammistöðu.

"Ég er enn hér og það er ekki búið að reka mig. Ég er að gera mitt besta og reyni að hjálpa liðinu,. Ég vil vinna titla og spila vel fyrir liðið," sagði Ólafur og minnti á að alvaran væri að fara að byrja.

"Við ætlum okkur í undanúrslit. Það er okkar markmið."  - hbg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×