Enski boltinn

Ryan Giggs getur jafnað leikjamet Bobby Charlton í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, er þegar orðinn sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir félagið en í kvöld getur hann jafnað leikjamet Bobby Charltin fyrir Manchester United í ensku deildinni.

Bobby Charlton lék 606 deildarleiki og skoraði í þeim 199 mörk á árunum 1956 til 1973 en hann tók metið á sínum tíma af Bill Foulkes sem er í 3. sætinu með 566 deildarleiki fyrir félagið.

Giggs hefur spilað 605 deildarleiki frá árinu 1991 og hefur skorað í þeim 110 mörk. Giggs hefur unnið enska meistaratitilinn ellefu sinnum eða oftar en nokkur annar og hann er á góðri leið með að bæta þeim tólft við.

Á morgun verða síðan liðin tuttugu ár síðan að Ryan Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir fyrir félagið á móti Everton á Old Trafford. Hann kom þá inn á sem varamaður fyrir Denis Irwin í 2-0 tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×