Fótbolti

Stelpurnar komnar í sólina til Algarve - mæta Svíum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir á æfingu í morgun.
Dóra María Lárusdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir á æfingu í morgun. Mynd/Heimasíða KSÍ
Kvennalandsliðið í fótbolta kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinum geysisterka Algarve-bikar. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst hann klukkan 15:00. Á heimasíðu KSÍ má finna meðfylgjandi mynd af stelpunum í sólinni í Portúgal.

„Ferðlagið var langt en gekk vel í alla staði. Aðstæðurnar á Algarve eru frábærar, hótel og aðbúnaður eins og best verður á kosið og æfingavellirnir í mjög góðu standi. Ekki spillir heldur veðráttan fyrir, heiður himinn, sólin skín og hitinn um 16 gráður," segir í frétt á heimasíðu sambandsins.

Ísland er líka með Kína og Danmörku í riðli í Algarve-bikarnum en þetta fimmta árið í röð sem kvennalandsliðið tekur þátt í þessu sterkasta árlega æfingamóti í kvennafótboltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×