Fleiri fréttir

Alfons og Albert komnir í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér sæti í útsláttakeppni Smbandsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn CSKA Sofia og Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar tryggðu sér sigur í sínum riðli er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jablonec.

Tottenham með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina

Slóvenska liðið NS Mura vann óvæntan og dramatískan 2-1 sigur gegn Tottenham Hotspur í næst síðustu umferð G-riðils Sambandsdeildar Evrópu þar sem að seinasta snerting leiksins réði úrslitum.

Teitur og félagar með þrjá sigra í röð

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska liðinu Flensburg unnu sinn þriðja Meistaradeildarleik í röð er liðið heimsótti Dinamo Búkarest í B-riðli í kvöld, 28-20.

Stórt tap í úrslitaleiknum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri þurfti að sætta sig við 11 marka tap er liðið mætti Serbíu í úrslitaleik undankeppni Evrópumóts U18 ára landsliða kvenna í Sportski Centar “Vozdovac” í Belgrad, 31-20.

Arteta segist vilja fá Wenger aftur til Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vilja sjá Arsene Wenger, fyrrverandi stjóra félagsins, snúa aftur til Arsenal í einhverri mynd í framtíðinni. Hann segist enn fremur vera búinn að ræða við Wenger um mögulega endurkomu.

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Körfuboltinn enn á ný í samkeppni við sjálfan sig

Það er enginn að fara að sjá Meistaradeildarleiki í fótboltanum í miðjum landsleikjaglugga en það er staðreyndin sem körfuboltamenn hafa þurft að búa við í mörg ár og mun eflaust glíma við áfram.

Lebron og Liverpool framleiða vörur saman

LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld.

LeBron James lét dómarann senda stuðningsmenn í burtu

LeBron James var ósáttur við talsmáta tveggja stuðningsmanna Indiana Pacers og fékk í gegn að þeim yrði vísað í burtu í Indiana í gærkvöld. Hann innsiglaði í kjölfarið sigur Los Angeles Lakers, í framlengdum leik.

Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni

LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót.

Júlían fékk sæti á Heimsleikunum

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í dag úthlutað sæti frá Alþjóða lyftingasambandinu sæti á Heimsleikunum sem fram fara í Alabama í Bandaríkjunum næsta sumar.

Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega

Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47.

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

Sjá næstu 50 fréttir